fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri slasast alvarlega eða látið lífið vegna þreytu í umferðinni á Íslandi og í dag en einn af hverjum fimm hafa verið nálægt því að sofna undir stýri. Núna stendur yfir átakið „Ekki geispa golunni“ þar sem bent er á að þreyta undir stýri er dauðans alvara.

Fjallað var um þetta málefni í Kastljósi RÚV í gærkvöld og varð það tilefni fyrir Gunnar Már Yngvason, íbúa í Reykjanesbæ, til að rifja upp óþægilegt atvik sem hann og fjölskylda hans lentu í 15. apríl árið 2017.

„Við vorum á leið í bústað hjá mági mínum í Þrastarskógi er við komum að bíl sem hafði verið velt við Suðurstandarveg,“ segir Gunnar.

„Ungt par var á ferð eftir flug frá Bandaríkjunum og viðkomu í Bláa Lóninu og voru að aka Suðurstrandarveginn áleiðis á hótel á Suðurlandi og ungi maðurinn sofnaði undir stýri. Þegar við komum að stóð hann utan við bílinn blóðugur í andliti og ringlaður og ófær um að skilja að konan hans var föst í bílbeltinu á hvolfi. Dóttir mín skreið inn í bílinn og náði að losa hana og sem betur fer var ekki að sjá annað en að þó lemstruð og blóðug væru, að þau hefðu sloppið vel frá þessu óhappi. Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað frá því þau vöknuðu og fóru út á flugvöll, flugið frá Bandaríkjunum og tíminn að taka bílaleigubíl, ferðin í Bláa Lónið og tíminn þar og svo aksturinn! Þetta er OF mikið!“

Gunnar tekur skýrt fram hann hafi tekið meðfylgjandi ljósmynd eftir að fólkinu úr bílnum hafði verið komið fyrir í sjúkrabíl. Myndin er áminning um að gæta að hvíld áður en sest er undir stýri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala