fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Stilltu upp hugsanlegu byrjunarliði United í B-deildinni í kjölfar ummæla goðsagnarinnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 21:00

Altay Bayindir er í markinu í mögulegu byrjunarliði. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United goðsögnin Rio Ferdinand sagði eftir tap liðsins gegn Tottenham um helgina að hann geti raunverulega séð liðið falla úr ensku úrvalsdeildinni.

United er í 15. sæti deildarinnar eftir afleitt tímabil, þó 12 stigum fyrir ofan fallsvæðið. Tímabilið til þessa er það versta hjá United síðan 1973-1974, þar sem liðið féll.

Í kjölfar ummæla Ferdinand sá breska götublaðið The Sun sér leik á borði og stilltu upp mögulegu byrjunarliði United í ensku B-deildinni á næstu leiktíð.

Þar er gert ráð fyrir að stjörnur eins og Bruno Fernandes, Matthijs de Ligt, Lisandro Martinez, Andre Onana og Alejandro Garnacho verði farnar frá félaginu, sem og töluvert fleiri.

Menn á borð við Harry Maguire, Rasmsus Hojlund, Leny Yoro og Kobbie Mainoo eru hafðir með í þessu liði, sem og ungu mennirnir Patrick Dorgu og Ayden Heaven sem komu á dögunum.

Þá er einnig gert ráð fyrir að Jack Fletcher, Jack Moorhouse og Sekou Kone, leikmönnum úr akademíunni, yrði gefinn séns í B-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með