fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Stelpurnar okkar komnar saman í Sviss

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 17:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið kom saman til æfinga í Sviss í gær og æfði í fyrsta sinn í dag.

Ísland mætir Sviss á föstudag í fyrsta leik sínum í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn fer fram á Stadion Letzigrund í Sviss og hefst hann kl. 18:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á RÚV.

Liðin mættust síðast þann 11. apríl 2023, á sama velli, í vináttuleik þar sem Ísland hafði betur, 2-1. Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Á laugardag ferðast liðið svo yfir til Frakklands þar sem það mætir Frakklandi á Stade Marie-Marvingt í Le Mans á þriðjudag. Sá leikur hefst kl. 20:10 að íslenskum tíma og verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum