fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Breiðablik komið að borðinu og málið á mjög viðkvæmum stað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 08:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að mál Gylfa Þórs Sigurðssonar er á mjög viðkvæmum stað, hvorki Víkingar né Breiðablik vilja tjá sig um stöðu viðræðna við Val og Gylfa.

Samkvæmt því sem 433.is kemst næst eru bæði félög mjög nálægt því að nálgast samkomulag við Val um kaupverð Gylfa Þórs.

Stjórn Vals varð ljóst um helgina að Gylfi vildi fara og nánast ómögulegt yrði að snúa þeirri ákvörðun hans. Víkingur hafði þá í nokkra mánuði reynt að fá Gylfa.

Breiðablik er nú komið í leikinn og samkvæmt heimildum 433.is hefur Breiðablik hafið viðræður við Val. Samkomulag þeirra við Val nálgast líkt og hjá Víkingi.

Heimildarmaður 433.is segir að málið ætti að skýrast á allra næstu dögum, það sé vilji Vals og allra sem koma að borðinu að það dragist ekki á langinn.

Það verður því að öllum líkindum í höndum Gylfa að ákveða hvort hann vilji fara í Víking eða í Breiðablik. Gylfi lék með Breiðablik fyrir tuttugu árum þegar hann var seldur til Reading.

Fyrrum samherjar Gylfa úr landsliðinu sjá um málin hjá liðunum, Kári Árnason hjá Víkingi og Alfreð Finnbogason hjá Breiðablik. Það verður því í þeirra höndum að selja Gylfa hvort skrefið sé heillavænlegra fyrir þennan besta landsliðsmann sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað