fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Breyttu rusli í list!

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 15:15

Bríet Sigtryggsdóttir, Erla Lind Guðmundsdóttir og Katla Margrét Jóhannesdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var opnuð listasýning í nýju húsnæði Íslenska gámafélagsins að Koparsléttu 20. Sýningin er yfirlit yfir möguleika á áframhaldandi nýtingu hráefnis, þar sem úrgangi hefur verið breytt í verðmæti á listrænan og hagnýtan hátt.

Fjöldi fólks lagði leið sína á opnunina á föstudaginn. Þar fræddust gestir um möguleika á endurvinnslu ýmissa hráefna, fóru í sýndarferð um flokkunarskemmur á Kalksléttu og hlustuðu á fyrirlestur um mikilvægi og möguleika á endurvinnslu á Íslandi í dag.

 Þær Bríet Sigtryggsdóttir, Erla Lind Guðmundsdóttir og Katla Margrét Jóhannesdóttir, nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, settu sýninguna upp.

Sýningin beinir sjónum okkar að íslenskum hönnuðum og fyrirtækjum sem vinna með endurnýtanlegan efnivið og stuðla þar með að bættu hringrásarhagkerfi á Íslandi.

Sýningin er hluti af samvinnuverkefni Íslenska gámafélagsins, Laufsins, Vodafone og Deloitte, þar sem markmiðið er að aðstoða fyrirtæki á Íslandi að byrja að vinna markvisst að sjálfbærnimálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK