fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Guardiola bindur gríðarlega miklar vonir við nýja manninn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur mikla trú á því að miðvörðurinn Abdukodir Khusanov, sem gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði, verði frábær næstu árin.

Khusanov, sem er Úsbeki, átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir City gegn Chelsea undir lok síðasta mánaðar.

Síðan hefur hann þó skorað gegn Leyton Orient í bikarnum og spilaði hann þá allan leikinn í 4-0 sigri City á Newcastle um helgina.

Getty Images

„Hann getur orðið frábær leikmaður í framtíðinni, það er mjög gott að hafa fengið hann,“ segir Guardiola.

„Hann er svo rólegur á boltanum, er fljótur. Hann þarf að bæta ákvarðanatökuna en hann er ungur.“

Khusanov er tvítugur og keypti City hann frá franska liðinu Lens.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum