fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Valsmenn skella verðmiða á Gylfa sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni í sögu fótboltans á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum stjórnarmönnum Vals er að verða ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson vill burt frá félaginu og fátt eitt virðist geta komið í veg fyrir það að hann fari frá félaginu á næstu dögum.

Víkingur hefur lagt fram tilboð í Gylfa sem Valur mun ekki taka, búist er við að Breiðablik leggi fram tilboð á allra næstu dögum.

Samkvæmt heimildum 433.is vilja forráðamenn Vals fá 25 milljónir króna fyrir Gylfa ef hann á að fá að fara. Mjög ólíklegt er að Breiðablik og Víkingur setji þá upphæð á borðið enda getur Gylfi samið við þessi félög í maí og komið þá frítt næsta haust.

Fái Valsmenn þessar 25 milljónir fyrir Gylfa yrði hann dýrasti leikmaður í sögu fótboltans á Íslandi.

Einhverjir halda því fram að Valur myndi fara að skoða málið alvarlega ef talan myndi nálgast 15 milljónir króna og einhverjar klásúlur ef Gylfi eða liðið sem hann fer í nær árangri.

Forráðamenn Vals fengu þau fréttir í síðustu viku að Gylfi myndi vilja fara, hafa þeir aðilar sem sjá um mál Gylfa komið þessu til skila reglulega síðustu daga.

Gylfi samdi við Val fyrir ári síðan en nú virðist hann á förum, Gylfi sýndi á köflum frábæra frammistöðu síðasta sumar en meiðsli hrjáðu hann aðeins. Undanfarna mánuði hefur hann verið við frábæra heilsu og getað tekið þátt í öllum æfingum.

Hjörvar Hafliðason hafði um helgina eftir fjölskyldu að heiðursmannasamkomulag væri í gangi um að Gylfi mætti fara en ekki hefur fengið útskýrt hvernig það samkomulag er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag