fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 14:32

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is er Börkur Edvardsson fyrrum formaður knattspyrnudeildar Vals einn þeirra sem býður sig fram til stjórnar KSÍ á ársþingi sambandsins. Þingið fer fram eftir tæpar tvær vikur.

Framboðsfrestur rann út um helgina en óvíst er hvaða aðrir eru í framboði, kosið verður um fjögur sæti til stjórnar.

Börkur lét af störfum sem formaður knattspyrnudeildar síðast haust. Börkur hafði unnið sjálfboðastarf fyrir Val í 21 ár.

Börkur hefur verið mjög áberandi í íslensku knattspyrnulífi á þessum tími og átt stóran þátt í að byggja upp þá velgengni sem Valur hefur séð síðustu ár.

Hann hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í  stjórn KSÍ og verður í framboði til stjórnar á ársþinginu.

Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson eru að klára kjörtímabil sitt. Ekki hefur komið fram hvort öll þau fari aftur í framboð.

Ingi Sigurðsson, Pálmi Haraldsson , Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson munu áfram sitja í stjórninni en þeirra kjörtímabili lýkur árið 2026 en þá verður einnig kosið til formanns á nýjan leik.

Börkur var afar sigursæll í tíð sinni á Hlíðarenda og vann félagið 14 Íslands­meist­ara­titla og tíu bikar­meist­ara­titla í karla og kvennaflokki á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift