fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Dagmar Agnarsdóttir sló sex heimsmet í lyftingum

Fókus
Mánudaginn 10. febrúar 2025 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagmar Agnarsdóttir sló á sunnudag sex heimsmet  á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum (European Masters Classic Powerlifting Championship), sem haldið var  í Albi í Frakkandi.

Dagmar, sem æfir hjá Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur, keppti á mótinu fyrir Íslands hönd í flokki 70 ára og eldri. Varð hún önnur stigahæsta konan á mótinu yfir alla þyngdarflokka.

Hún sló heimsmetið í hnébeygju í sínum flokki þrisvar og setti jafnframt Íslandsmet í hnébeygju í þremur aldursflokkum. Þá lyfti Dagmar 40 kg í bekkpressu og sló heimsmet í réttstöðulyftu og tvívegis í samanlögðum árangri (260,5) sem er jafnframt Evrópumet og einnig Íslandsmet í tveimur flokkum.

Dagmar varð með árangri sínum heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í flokki 70 ára og eldri, -57 kg.

Dagmar hefur stundað kraftlyftingar um árabil og keppt í greininni með Kraftlyftingarfélagi Reykjavíkur – Kraftfélaginu og fyrir Íslands hönd erlendis, en setti á þessu móti sín fyrstu alþjóðlegu met.

Upptöku frá keppninni má sjá hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife