fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2025 20:17

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, er eftirsóttur í dag en hann er þjálfari Como í Serie A.

Fabregas átti frábæran feril sem knattspyrnumaður og hefur einnig gert það gott sem knattspyrnustjóri undanfarið.

Spánverjinn kom Como upp í efstu deild á Ítalíu en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2028.

Fabregas er nú orðaður við þýska félagið Stuttgart en Sebastian Hoeness hefur gert flotta hluti með liðið.

Hoeness er hins vegar talinn vera á óskalista annarra liða í Þýskalandi en nefna má Bayer Leverkusen og RB Leipzig.

Leverkusen býst við að missa Xabi Alonso næsta sumar en hann vann deildina með liðinu mjög óvænt síðasta vetur.

Stuttgart hefur mikinn áhuga á Fabregas ef Hoeness ákveður að taka annað skref sem væri stórt skref upp á við fyrir þann spænska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum