fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. febrúar 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Darwin Nunez er óánægður með Liverpool í kjölfar þess að félagið leyfði honum ekki að ræða við sádiarabíska félagið Al-Nassr.

The Sun heldur þesssu fram, en Al-Nassr, sem er með Cristiano Ronaldo innanborðs, hafði áhuga á Nunez áður en félagið fór og keypti Jhon Duran frá Aston Villa á 64 milljónir punda.

Talið er að Liverpool hafi hafnað 70 milljóna punda tilboði Al-Nassr í Nunez, sem á ekki fast sæti í liði Arne Slot á Anfield.

Nunez hefði viljað fá að ræða við Sádana í kjölfar þess að tilboðið barst en Liverpool tók ekki til greina að selja hann og stöðvuðust málin því þar.

Nunez, sem er 25 ára gamall, kom til Liverpool frá Benfica á 85 milljónir punda 2022. Hann hefur ekki staðist þann verðmiða, en er með sex mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

U-beygja hjá leikmanni United?

U-beygja hjá leikmanni United?
433Sport
Í gær

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool

Sádarnir horfa til tveggja leikmanna Liverpool
433Sport
Í gær

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003

Breiðablik í góðri stöðu í Meistaradeildinni – Hefur ekki gerst frá árinu 2003