fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. janúar 2025 09:16

Elizabeth Anne Keys.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að varpa ljósi á þá 67 sem létust í hinu hörmulega flugslysi í Washington í fyrrinótt. Eins og komið hefur fram voru fyrrverandi heimsmeistarar á listskautum í hópi farþega sem og keppendur í listskautum sem höfðu tekið þátt í móti.

The Enquirer greinir einnig frá því að í hópi farþega hafi verið Elizabeth Anne Keys sem var lögfræðingur að mennt. Hún var í Kansas í vinnuferð og tók flugið heim fyrr en hún ætlaði til að komast á stefnumót með kærasta sínum til sex ára, David Seidman. Svo vildi til að Elizabeth átti 33 ára afmæli þennan örlagaríka dag.

„Hún var ótrúleg unnusta og gerði alla í kringum sig að betri manneskjum,“ segir David.

Sjá einnig: Fyrrverandi heimsmeistarar voru um borð í vélinni

Meðal annarra sem létust voru mæðgurnar Justyna Beyer, 42 ára, og Brielle Beyer, 12 ára. Þær höfðu verið á móti í Wichita þar sem Brielle var að keppa á listskautum. Hún hafði gengið í gegnum ýmislegt á lífsleið sinni en hún greindist með krabbamein þegar hún var aðeins fjögurra mánaða gömul.

„Hún barðist eins og ljón í öllu sem hún tók sér fyrir hendur,“ segir faðir hennar og eiginmaður Justynu, Andy Beyer. Andy og sex ára sonur þeirra hjóna standa nú eftir tveir.

Flugmaður vélarinnar, Samuel Lilley, hafði nýlega trúlofað sig, að sögn systur hans, Tiffany Gibson. „Hann var mögnuð manneskja og elskaði að vera í kringum fólk. Hann var ævintýragjarn og elskaði að ferðast,“ segir Tiffany við ABC.

Justyna Beyer og Brielle Beyer.
Samuel Lilley.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari

Landsréttur fellir úr gildi gæsluvarðhald yfir Sigurði Almari