fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sérfræðingur slær drauma Trump út af borðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 04:15

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu á nýjan leik, byrjaði hann að þrýsta á Kínverja um að beita sér til að koma á friði í Úkraínu en það er eitt af fyrstu og stærstu verkefnum Trump. Hann ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, um þetta áður en hann tók við embætti.

Það er nú þannig með Trump að þegar hann segir eitthvað, þá fer það eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. En það þýðir ekki endilega að allar óskir hans verði uppfylltar sagði Sari Arho Havrén, sérfræðingur í málefnum Kína og núverandi starfsmaður hugveitunnar Rusi, í samtali við Jótlandspóstinn.

Hún sagði að það sé rétt hjá Trump að Xi Jingping hafi ekki beitt sér mikið til að koma á friði og það sagðist hún heldur ekki telja að hann muni gera. Hún benti á að klukkustund eftir að Trump tók við embætti, þá hafi Pútín og Xi Jinping rætt saman í síma í klukkustund. Þeir hafi meðal annars rætt um embættistöku Trump, stríð og frið í Úkraínu og stuðning Rússlands við stefnu Kínverja í málefnum Taívan. Niðurstaða fundarins var að þeir félagar ætla að standa þéttar saman en áður.

Havrén sagði þetta vera sterk skilaboð um að þeir takist á við forsetatíð Trump sem félagar og um leið hafi þeir hugsanlega sent frá sér aðvörun um að tilraunir til að rjúfa þessa vináttu muni mistakast.

Hún sagðist telja ummæli Trump aðferð til að reyna að ná smávegis árangri en þetta geti að minnsta kosti varpað enn frekara ljósi á að Kínverjar styðji við Rússa þrátt fyrir að þeir segist vera hlutlausir, það séu þeir ekki.

„Það eru engin takmörk á vináttu Kína og Rússlands og Kínverjar vilja að Rússar sigri í stríðinu,“ sagði hún.

Hún sagði að það velti á afleiðingum þess sem Trump getur hótað Kínverjum með, hvort þeir láti til sín taka varðandi frið í Úkraínu. Það verði að vera hótanir teknar úr efstu hillunni, til dæmis um að útiloka Kínverja frá alþjóðlega greiðslukerfinu Swift. Aðeins þannig sé hægt að eiga möguleika á að fá þá til að gera eitthvað.

„En við erum ekki enn komin þangað og ef maður heldur bara áfram að spyrja Kínverja, þá munu þeir ekki hjálpa. Það verða að verða breytingar á jöfnunni til að breyta útreikningum Kínverja,“ sagði hún.

Hún benti á að Kínverjar séu að læra fullt af Rússum í tengslum við stríðið. Þeir hafi sent embættismenn til Moskvu til að læra hvernig Rússar komast hjá viðskiptaþvingunum Vesturlanda og standast alþjóðlegan þrýsting. Kínverjar hafi verið að læra af Rússum síðan stríðið byrjaði og það geti gagnast þeim varðandi málefni Taívan. Ekki sé ljóst hversu langt Kínverjar séu reiðubúnir til að ganga ef þeir verða beittir einhverju aðgerðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast