fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Bandarískur ferðamaður óttast reiði Íslendinga – „Erum við enn þá velkomin?“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 15:30

Bandaríkjamenn eru einn fjölmennasti ferðamannahópurinn á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaður sem er með ferðalag til Íslands áætlað í sumar er orðinn efins um að koma vegna framferðis Donald Trump, nýkjörins forseta. Óttast hann að Íslendingar bjóðir ekki Bandaríkjamenn velkomna lengur.

„Við erum með löngu áætlaða ferð til Íslands í nokkrar vikur í ágúst. Í ljósi undanfarinna atburða í bandarískum stjórnmálum, sem mun líklega ekki skána, erum við enn þá velkomin?“ spyr Bandaríkjamaðurinn á síðu ferðamanna á Íslandi á samfélagsmiðlinum Reddit.

Tekur hann það skýrt fram að hann sé ekki stuðningsmaður Trump.

„Mörg okkar eru andvíg því sem er að gerast í Bandaríkjunum, en það er skiljanlegt að við séum öll sett undir sama hatt sem ljótir Bandaríkjamenn,“ segir hann.

Veltir hann því fyrir sér hvort það sé ekki betra að fresta ferðinni og vonast til betri tíðar eftir nokkur ár.

Ekkert að óttast

Flest svörin eru hins vegar á eina vegu. Það er að hvorki hann né aðrir bandarískir ferðamenn verði dæmdir fyrir það sem forsetinn þeirra og stjórnvöld eru að gera.

„Það er ólíklegt að þú munir upplifa nein leiðindi út af þessu,“ segir einn netverji í athugasemdum.

„Nema að þú sért með MAGA derhúfu þá munu Íslendingar sennilega álykta að þú sért að reyna að flýja land,“ segir annar.

Fékk vorkunn og afslátt í búð

Einn Kanadamaður segir að eftir að Trump var kjörinn í fyrsta skipti, árið 2016, hafi hann fengið vorkunn á ferðalögum sínum frá fólki sem hélt að hann væri Bandaríkjamaður. Meðal annars í verslun í Amsterdam þar sem hann hafi fengið afslátt.

Ekki eru þó allar raddir á einu máli.

„Vanalega myndi ég vera sammála en ef þessi geðsjúklingur ræðst inn í Grænland þá mun það vekja upp tilfinningar hjá mér,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur