fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Gæti strax verið á förum – Emery vill ólmur fá hann

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa er á eftir Joao Felix, leikmanni Chelsea, en nokkrir miðlar fjalla um þetta í dag.

Felix, sem er 25 ára gamall, gekk í raðir Chelsea frá Atletico Madrid á rúmar 46 milljónir punda en hefur ekki fengið stórt hlutverk undir stjórn Enzo Maresca á Stamford Bridge.

Villa hafði mikinn áhuga á Portúgalanum síðasta sumar einnig og fylgjast enn með gangi mála hjá honum. Unai Emery, stjóri liðsins, vill ólmur fá Felix ef það er möguleiki.

Félagaskiptaglugginn í helstu deildum Evrópu lokar á mánudag. Félögin þyrftu því að klára málin á næstu dögum.

Felix var á sínum tíma einn mest spennandi leikmaður heims og var keyptur á vel yfir 100 milljónir punda til Atletico Madrid frá Benfica 2019. Hann hefur þó ekki alveg staðið undir væntingunum sem til hans voru gerðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Bradley í vörninni

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Bradley í vörninni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu X færsluna sem vakti gríðarlega athygli – Baunaði á andstæðingana í beinni og fékk þetta í andlitið

Sjáðu X færsluna sem vakti gríðarlega athygli – Baunaði á andstæðingana í beinni og fékk þetta í andlitið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ensk stórlið vona að Dortmund komist ekki í Evrópukeppni

Ensk stórlið vona að Dortmund komist ekki í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gagnrýndir fyrir skelfileg vinnubrögð: Atvinnulaus eftir færslu á samskiptamiðlum – ,,Gott að komast að þessu á Instagram“

Gagnrýndir fyrir skelfileg vinnubrögð: Atvinnulaus eftir færslu á samskiptamiðlum – ,,Gott að komast að þessu á Instagram“
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton