fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hrafnkell setur spurningamerki við þessa ákvörðun í Víkinni – „Með alla þessa peninga“

433
Sunnudaginn 26. janúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var staðfest á dögunum að Sölvi Geir Ottesen væri orðinn aðalþjálfari Víkings. Tekur hann við af Arnari Gunnlaugssyni sem tók við íslenska landsliðinu, en Sölvi var aðstoðarmaður hans í Víkinni.

„Þetta er eitthvað sem maður hefur vitað síðan Arnar fór í viðræður við Norrköping (fyrir um ári). Hann var alltaf að fara að vera arftakinn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í Íþróttavikunni á 433.is.

video
play-sharp-fill

Víkingur hefur auðvitað náð frábærum árangri undir stjórn Arnars. Hrafnkell setur spurningamerki við að ekki sé fenginn reynslumeiri maður til að leysa hann af.

„En ég set alveg spurningamerki við þetta, Víkingur er með alla þessa peninga, þurfa eitthvað að endurnýja liðið sitt. Að fara í alveg reynslulausan aðalþjálfara, ég veit ekki alveg með það,“ sagði hann.

„Það er búið að móta hann lengi í þetta starf,“ skaut Helgi þá inn í, áður en Hrafnkell tók til máls á ný.

„Ég er alveg til í að gefa honum sénsinn og vonandi bara gengur þetta vel, þó auðvitað ég sem Bliki vilji að þetta gangi illa,“ sagði hann léttur í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
Hide picture