fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 14:30

Diljá Mist Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur það til að banna íþróttamót barna hér á landi fyrir klukkan 10 um helgar.

Þetta skrifar hún í pistli á Vísi. Segist hún þar þakklát fyrir það íþróttastarf sem börn hennar hafa aðgang að en furðar sig á samfélagslegri kröfu um að stór fylgdarsveit þurfi að fylgja hverju barni á mót.

„Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta. Einhverjir sjá e.t.v. fyrir sér heilbrigðar samverustundir fjölskyldunnar, en í alltof mörgum tilfellum eru þetta alltof æstir ættingjar að hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum,“ skrifar Diljá meðal annars í pistli sínum.

„Ekki misskilja mig, ég missi helst ekki af þessum viðburðum. En það er auðvitað hvorki mönnum né börnum bjóðandi að hefja hvers kyns leika um allt land kl. 8 um helgar. Ég hef því rætt það opinskátt að tímasetning íþróttamóta ætti að vera kosningamál! Ég er handviss um mikinn þverpólitískan stuðning við slíkt mál.“

Diljá segir þó erfitt að banna íþróttakappleiki og sýningar barna á ókristilegum tímum með lögum. Loforð um það hljómi þó vel og skýtur Diljá á Flokk fólksins í leiðinni.

„Loforð um slíkt myndi þó eflaust vekja mikla athygli og trekkja að. Ég er ekki viss um að frambjóðendur Flokks fólksins séu mjög bundnir við þessa iðju um helgar. Annars hefði þeim e.t.v. komið þetta til hugar því ekki vefst það fyrir þeim að þurfa ekki að efna gefin loforð.“

Pistillinn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum