fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var í starfi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum hefur verið ákærð fyrir þjófnað og brot í opinberu starfi.

Meint brot konunnar felst í  því að hafa á tímabilinu 9. september 2021 til 28. febrúar 2022, á réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík, stolið úr lyfjaskáp samtals 21 töflu af bensódíazepin lyfinu Temesta (Lorazepam). Konan var þá starfandi á deildinni.

Brot konunnar er talið varða 1. málsgrein 244. greinar almennra hegningarlaga, en þar segir: „Þjófnaður á fjármunum eða orkuforða varðar fangelsi allt að 6 árum.“

Í 138. grein almennra hegningarlaga er síðan kveðið á um brot opinberra starfsmanna í starfi og segir þar: „Nú hefur opinber starfsmaður gerst sekur um refsilagabrot með verknaði, sem telja verður misnotkun á stöðu hans, og við því broti er ekki lögð sérstök refsing sem broti í embætti eða sýslan, þá skal hann sæta þeirri refsingu, sem við því broti liggur, en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.“

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 27. janúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Í gær

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“