fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 13:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur mun spila heimaleik sinn gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni í Helsinki í Finnlandi, líkt og hefur verið í umræðunni undanfarna daga.

Liðin mætast í umspili um sæti í 16-liða úrslitum, en Víkingur er kominn á þetta stig keppninnar eftir frábæran árangur í deildarkeppninni fyrir áramót. Þá lék Víkingur á Kópavogsvelli á undanþágu en fékk hana ekki áfram frá UEFA.

Fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, fer fram á Bolt Arena í Helsinki þann 13. febrúar. Tekur hann um 10 þúsund manns. Seinni leikurinn fer fram í Grikklandi viku síðar.

Tilkynning Víkings
Kæru EuroVikes. Loksins loksins loksins getum við staðfest að heimaleikur okkar gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudaginn 13.febrúar næstkomandi á Bolt Arena í Helsinki. Völlurinn tekur rúmlega 10.000 áhorfendur og gert er ráð fyrir ca. 800 aðdáendum Panathinaikos.

Þar sem um heimaleik okkar er að ræða þá er mikilvægt að strákarnir fái allan þann stuðning sem mögulegur er og því hvetjum við alla Víkinga sem það mögulega geta að koma með og styðja liðið.

Knattspyrnudeild Víkings er gríðarlega þakklát HJK Helsinki og öðrum félögum sem gerðu sitt besta til að aðstoða okkur og við hlökkum til að búa til fleiri EuroVikes augnablik með ykkur þegar við skrifum næsta kafla í sögunni.

En að því mikilvægasta. Það er stutt í leikdag og í samstarfi við Icelandair er verið reyna að útbúa ferð á leikinn. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á að koma með til Finnlands að skrá sig hér að neðan. Skráning er ekki bindandi en við myndum nota fjöldann sem skráir sig til að vinna málið áfram. Athugið! Ef þú ert 100% ákveðinn í að fara þá mælum við með að bóka flug og gistingu við allra fyrsta tækifæri á eigin vegum. Það er ekki 100% öruggt að þessi ferð sem við erum að reyna að útbúa gangi eftir, en því fyrr sem við afhendum Icelandair áætlaðan fjölda því fyrr er hægt að framleiða ferð.

Kæru Víkingar. Við höfum staðið frammi fyrir stærri og erfiðari áskorunum en að styðja EuroVikes í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Tökum yfir Helsinki saman! KOMA SVO

Skráning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra