fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Hér felur Pútín sig og baðar sig í dýrablóði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 04:10

Hingað fer hann að sögn til að baða sig í dýrablóði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er orðinn 72 ára og er auðvitað dauðlegur eins og við hin. Til að lengja líf sitt er hann sagður notast við aldagamlar aðferðir þegar hann heimsækir „leynistað“ sinn í Síberíu.

Nýlega var flugvél forsetaembættisins flogið til Síberíu en þegar þangað var komið hvarf hún af ratsjám. Tveimur dögum síðar var henni flogið aftur til Moskvu og birtist hún fyrst á ratsjám á svipuðum stað og hún hvarf af þeim tveimur dögum áður.

Á Telegramrásinni „More Than Fact“ er því slegið upp að Pútín hafi hugsanlega eytt þessum tveimur sólarhringum á sveitabýli sínu í Altai.

Þar er að sögn risastórt neðanjarðarbyrgi búið fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á. Það er einnig sérstök rafstöð fyrir byrgið sem getur séð því fyrir rafmagni ef svo færi að til kjarnorkustyrjaldar kæmi.

Á síðasta ári bárust fréttir af því að þar hefði svo miklum mat verið safnað upp að hann dugi til að fæða 300 manns í mörg ár.

Á landareigninni er dádýrabúgarður. Að sögn eru hornin söguð af dádýrunum til að ná blóði úr þeim sem Pútín og félagar hans baða sig upp úr. Þetta er aldagömul hefð sem er sögð auka testósterónframleiðsluna og þar með kynhvötina en um leið er hún sögð hægja á öldrunarferlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný