fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:29

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur staðfest komu Atla Þórs Jónassonar frá HK.

Atli, sem er 22 ára gamall, kom til HK frá 4. deildarliði Hamars í byrjun árs 2023 og gerði hann sex mörk fyrir HK er liðið féll úr Bestu deildinni í sumar.

Nú tekur hann slaginn með Víkingi, sem hafnaði í 2. sæti í deild og bikar 2024 og ætlar sér stærri hluti á næstu leiktíð.

Víkingur er þá á fullu í Sambandsdeildinni, þar sem liðið er komið í útsláttarkeppni og mætir Panathinaikos í næsta mánuði.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings og HK hafa komist að samkomulagi um kaup á Atla Þór Jónassyni (2002). Atli er framherji og uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK. Hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum fyrir HK í fyrra og í fersku minni er fernan sem hann setti á móti okkur í Bose mótinu seint á síðasta ári.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking orðið:

Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.

Knattspyrnudeild Víkings býður Atla Þór hjartanlega velkominn í Hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England