fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Víkingur staðfestir komu Atla Þórs

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:29

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur staðfest komu Atla Þórs Jónassonar frá HK.

Atli, sem er 22 ára gamall, kom til HK frá 4. deildarliði Hamars í byrjun árs 2023 og gerði hann sex mörk fyrir HK er liðið féll úr Bestu deildinni í sumar.

Nú tekur hann slaginn með Víkingi, sem hafnaði í 2. sæti í deild og bikar 2024 og ætlar sér stærri hluti á næstu leiktíð.

Víkingur er þá á fullu í Sambandsdeildinni, þar sem liðið er komið í útsláttarkeppni og mætir Panathinaikos í næsta mánuði.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings og HK hafa komist að samkomulagi um kaup á Atla Þór Jónassyni (2002). Atli er framherji og uppalinn hjá Hamri í Hveragerði, en lék í Bestu deildinni tímabilin 2023 og 2024 með HK. Hann skoraði 7 mörk í 24 leikjum fyrir HK í fyrra og í fersku minni er fernan sem hann setti á móti okkur í Bose mótinu seint á síðasta ári.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking orðið:

Atli er gríðarlega spennandi leikmaður með mjög sérstaka kosti og á mikið inni að okkar mati. Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða. Þrátt fyrir mikla hæð er hann mikill íþróttamaður og ég er gríðarlega spenntur að fá hann í hópinn. Við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.

Knattspyrnudeild Víkings býður Atla Þór hjartanlega velkominn í Hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota