fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Carlos svarar eftir sögusagnir vikunnar: Moldríkur en sagður gista í íþróttahúsi – ,,Lögfræðingar mínir eru að skoða málið“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 19:30

Roberto Carlos er af mörgum talinn einn besti vinstri bakvörður sögunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Roberto Carlos harðneitar því að hann hafi verið að gista á æfingasvæði fyrrum félags síns, Real Madrid, undanfarna daga.

Spænskir og brasilískir miðlar hafa fjallað um einkalíf Carlos undanfarið sem er að skilja við eiginkonu sína til 15 ára.

Carlos og Mariana Luccon eiga saman tvö börn en þau gengu í það heilaga árið 2009 er Brassinn var enn knattspyrnumaður.

Skilnaðurinn ku vera ansi ljótur og erfiður en Carlos er verðmetinn á um 133 milljónir punda eftir mjög farsælan feril sem leikmaður.

,,Síðustu daga hef ég lesið rangar og skemmandi sögur sem snúast um mig og mína fjölskyldu. Ég virði mitt einkalíf en finnst eins og ég þurfi að tjá mig um þær sögusagnir sem hafa verið á kreiki,“ sagði Carlos.

,,Allt það sem ég hef lesið eru lygasögur og það er ekkert til í þessum fréttum sem eru búnar til svo fólk heimsæki ákveðnar vefsíður. Lögfræðingar mínir eru að skoða málið og munu taka ákvörðun um framhaldið.“

,,Ég bið fólk um að sýna mínu einkalífi virðingu og þakka fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum