fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Einlægur Mikael Egill segist eiga foreldrunum mikið að þakka – „Voru mjög ung þegar þau áttu mig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í skemmtilegu viðtali við heimasíðu FIFA á dögunum. Þar fer hann um víðan völl.

Mikael, sem er 22 ára gamall, er að eiga frábært tímabil með nýliðum Venezia í Serie A á Ítalíu. Hann gekk í raðir liðsins fyrir tveimur árum síðan. Í viðtalinu ræðir hann meðal annars um þátt fjölskyldu sinnar í velgengni sinni og uppruna sinn frá Indónesíu.

„Við erum fjögurra manna fjölskylda: Mamma mín Kristín, pabbi minn Ellert, bróðir minn Markús og ég. Indónesískar rætur mínar koma frá mömmu, en hún var ættleidd til íslenskra foreldra áður en hún varð eins árs. Hún var ein af fáum börnum sem voru attleidd frá Indónesíu á þessum tíma en þau hafa öll haldið sambandi í gegnum árin,“ segir Mikael og bætir við að foreldrar hans hafi alltaf verið til í að ræða ræturnar.

Getty Images

„Foreldrar mínír voru mjög ungir þegar þau áttu mig, 18-19 ára, en samt hafa þau alltaf stutt við ferla okkar. Við erum svo þakklátir fyrir áhugann sem vinir okkar í Indónesíu sína og á sama tíma mjög stoltir af því að vera Íslendingar,“ segir Mikael, en yngri bróðir hans, Markús Páll, er mikið efni sömuleiðis.

„Foreldrar okkar hafa alltaf stutt við okkur og hvatt okkur til að taka aukaæfingar, til dæmis spretthlaup eða að undirbúa okkur andlega, allt svo við getum náð markmiðum okkar.“

Mikael fór að æfa með aðalliði Fram aðeins 15 ára gamall og fór hann þá á reynslu erlendis til Derby, Norwich og Benfica. 16 ára gamall flutti hann svo til Ítalíu og gekk í raðir SPAL. Þar fór hann inn í unglingaliðin og var svo seldur til Spezia, lánaður aftur til SPAL og þar spilaði hann sína fyrstu leiki í Serie B, næstefstu deild Ítalíu.

Mikael fór svo aftur til Spezia og þrátt fyrir að hafa glímt töluvert við meiðsli spilaði hann sinn fyrsta leik í efstu deild Ítalíu aðeins 19 ára gamall. Hann var keyptur til Venezia, þá í Serie B, fyrir tveimur árum og hefur hann síðan hægt og rólega þróað sinn leik. Er hann lykilmaður á miðjunni hjá liðinu í Serie A í dag.

„Það var stór ákvörðun að fara til Venezia á sínum tíma, frá liði í Serie A og í lið sem var í brasi í Serie B. En það er svo mikilvægt að fá reglulega að spila og ég hef bætt mig svo mikið frá því ég fór til Venezia.“

Í viðtalinu kemur Mikael einnig inn á það að draumur hans sé að hjálpa íslenska landsliðinu á stórmót á ný. Hann á að baki 19 A-landsleiki.

Viðtalið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Í gær

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður