fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Skora á heilbrigðisráðherra að stofna íslenskt hjúkrunarheimili á Torrevieja – Undirskriftasöfnun hafin

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 10:00

Það þykir gott að eldast á Spáni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirskriftalista hefur verið hrundið af stað um að íslensk stjórnvöld komi á fót hjúkrunarrýmum á Torrevieja svæðinu á Spáni. Mikill fjöldi Íslendinga býr á svæðinu og mun ódýrara er að búa þar.

Um er að ræða Heilsuþorp sem hafi upp á að bjóða 80 öryggisíbúðir og byggingu með 100 herbergjum fyrir sjúkrarúm. Einnig aðstöðu til endurhæfingar.

„Vegna takmarkaðs framboðs á íslenskum hjúkrunarheimilum og mikils álags á íslenska heilbrigðiskerfið, skora ég á heilbrigðisráðherra, Ölmu D. Möller, að veita samþykki, annars vegar  fyrir hjúkrunar-, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu á Torrevieja-svæðinu á Spáni, og hins vegar fyrir rekstrarstuðningi frá íslenska ríkinu (Sjúkratryggingum) vegna þjónustunnar, til dæmis 40 hjúkrunarrýmum til 10 ára,  sem rekin væru á íslenskri kennitölu og með íslensku fagfólki, áþekkt og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert fyrir sitt fólk,“ segir í tilkynningu með undirskriftasöfnuninni sem hafin er á síðunni Petitions.net.

Nefnt er að þúsundir Íslendinga dvelji langdvölum á Spáni, öryrkjar og aldraðir. Mikilvægt sé að þessi hópur fái góða heilbrigðisþjónustu. Það sé gott að eldast á Spáni.

Minnki álagið á Íslandi

Ýmsar ástæður eru nefndar fyrir því að íslensk stjórnvöld ættu að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Meðal annars að húsnæði sé ódýrara á Spáni en á Íslandi og rekstrarkostnaðurinn sé lægri. Lyfjakostnaður sé einnig mun lægri á Spáni.

Sjá einnig:

Íslendingar dásama fyrirheitna landið Spán – Framfærslukostnaður allt að 60% lægri

„Fólk hefur lýst yfir að í veðurfarinu og útivistinni á Spáni hafi það fengið betri lífsgæði, losnað við inntöku á lyfjum og gigt og psoriasis batnað, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. Sól og hiti geri fólki gott í endurhæfingu. „Margir eldri Íslendingar á Spáni tjá sig um að þar séu þeir virkari og hafi myndað gott félagslegt net, og þrátt fyrir versnandi heilsu og hreyfigetu með hækkandi aldri, vilja þeir dvelja áfram á Spáni, ef þeir hafa möguleika á þjónustu.“

Þá myndi uppbygging og rekstur íslenskrar heilbrigðis- og öldrunarstofnunar á Spáni minnka álag og eftirspurn eftir dvöl á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Jafnframt sé það hagkvæmara á hvern einstakling en á Íslandi.

Upplýsingafundur á Setrinu

Upplýsingafundur hefur verið boðaður um verkefnið á Íslendingasetrinu í Calle Isla Formentera í Orihuela Costa fimmtudaginn 9. janúar klukkan 14:00.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 130 skrifað undir listann. Hægt er að skrifa undir hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast