fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin De Bruyne var spurður út í framtíð sína um helgina eftir sigur Manchester City á Manchester City.

Samningur hins 33 ára gamla De Bruyne rennur út í sumar en hann hefur átt erfitt með að finna sitt besta form undanfarna mánuði vegna meiðslavandræða.

„Ég er ekki að pæla í framtíðinni. Mig langar bara að komast aftur í mitt besta stand,“ sagði De Bruyne.

Belginn hefur byrjað síðustu tvo leiki City í úrvalsdeildinni, í sigrum gegn Leicester og West Ham.

„Mér líður betur með hverri vikunni sem líður. Nú get ég spilað 90 mínútur aftur. Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir vegna meiðslanna.“

De Bruyne hefur til að mynda verið orðaður við Sádi-Arabíu í einhvern tíma, en sem stendur mætti hann fara frítt frá City í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi