Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hrósaði hugarfari leikmanna eftir jafntefli gegn Liverpool í gær. Hann var þó vonsvikinn með úrslitin.
United komst yfir í leiknum og jafnaði svo aftur í 2-2. Liðið hefði getað stolið sigrinum í lokin.
„Þið sáuð hugarfarið í dag. Það var svo mikilvægt. Þetta snerist ekki um kerfi eða taktík,“ sagði Amorim eftir leik.
United hefur átt skelfilegt tímabil og er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vildi Amorim meira úr leiknum í gær.
„Við eigum að vera reiðir og vonsviknir. Enn frekar en gegn Newcastle, Bournemouth og Nottingham Forest. Nú eigum við að vera mjög vonsviknir.“