fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Þurftu að lenda með veikan mann á Íslandi og flugið tafðist um 54 klukkutíma

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 19:30

Skipta þurfti um áhöfn vegna reglna um hvíldartíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Cathay Pacific Airways hefur beðið farþega afsökunar á 54 klukkustunda töfum vegna neyðartilviks. Farþegi veiktist og lenda þurfti með hann á Íslandi.

Cathay Pacific Airways hefur höfuðstöðvar í borginni Hong Kong. Miðillinn Hong Kong Transport greinir frá því að í gær, föstudaginn 3. janúar, hafi vél félagsins verið á leiðinni frá Toronto til Hong Kong þegar atvikið kom upp.

Farþegi veiktist og þurfti bráða aðhlynningu. Næsti flugvöllur var Keflavík og því var ákveðið að lenta þar með manninn.

Eftir að manninum var komið á spítala og búið var að taka bensín á vélina var hins vegar ákveðið að halda ekki áfram til Hong Kong heldur snúa aftur til Toronto. Ástæðan var sú að vegna reglna um hvíldartíma áhafnar þurfti að skipta um áhöfn í Kanada.

Þetta orsakaði alls 54 klukkustunda töf fyrir farþegana og eins og áður segir hefur flugfélagið beðið þá afsökunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“