fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Furða sig á fyrrum landsliðsþjálfara Íslands og þessum ítrekuðu skilaboðum – „Til hvers ertu að hóta honum þessu?“

433
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 19:30

Age Hareide, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var auðvitað rætt um íslenska karlalandsliðið í fótbolta og til að mynda markmannsstöðuna þar, en Hákon Rafn Valdimarsson eignaði sér hana endanlega á árinu sem leið.

Hákon gekk í raðir Brentford fyrir ári síðan og þó svo að hann hafi spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik á dögunum í kjölfar meiðsla Mark Flekken hafa tækifærin verið af skornum skammti.

video
play-sharp-fill

Age Hareide, sem hætti sem landsliðsþjálfari seint á síðasta ári, lét reglulega í ljós að hann væri ósáttur með að Hákon væri ekki að spila. Alltaf stóð hann þó í rammanum.

„Hann var alltaf að hóta því að taka hann úr liðinu en gerði það aldrei. Hann var að spila vel í öllum landsleikjum. Til hvers ertu að hóta honum þessu?“ sagði Hörður um málið í þættinum.

Kristján óli tók undir þetta en segir jákvætt hvernig markmannsmálin hafa þróast í landsliðinu.

„Við erum í mjög góðum málum með markmannsstöðuna. Það er mikilvægt að hafa samkeppni þar eins og annars staðar. En Hákon er markvörður númer eitt sama hver tekur við sem næsti landsliðsþjálfari.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
Hide picture