fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 08:50

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurtölva á vegum veðmálafyrirtækisins BoyleSports hefur stokkað spil sín og spáð fyrir um lokaniðurstöðu ensku úrvalsdeildarinnar.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart miðað við stöðuna í deildinni í dag að Liverpool er spáð efsta sætinu og að liðið ljúki keppni 4 stigum á undan Arsenal í öðru sætinu.

Samkvæmt ofurtölvunni hafna Chelsea og Manchester City einnig í Meistaradeildarsæti og hugsanlega Newcastle, það fer eftir hvað England fær mörg sæti í keppninni á næstu leiktíð.

Manchester United mun ekki rétta úr kútnum samkvæmt ofurtölvunni. Liðið situr í 14. sæti sem stendur og mun hafna í 13. sæti samkvæmt henni.

Yrði það versti árangur United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og mun félagið jafnframt setja met yfir tapaða leiki á einni leiktíð. Samkvæmt tölvunni mun liðið tapa 16 leikjum en metið sem stendur er 14 töp á einni leiktíð.

Nýliðum Leicester, Ipswich og Southampton er spáð falli í ofurtölvunni, en niðustöðuna í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“