fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Bjarnólfur sakar Reykjavíkurborg um hótanir – „Þarf að gera skýra kröfu um að borgin hætti þessum árásum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 10:00

Bjarnólfur Lárusson. Mynd: Þróttur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarnólfur Lárusson, formaður Þróttar, vandar Reykjavíkurborg ekki kveðjurnar í áramótaávarpi sem birtist á vef félagsins í gær.

„Við fögnuðum því á þessu ári að það eru 75 ár eru liðin frá því að þeir Halldór Sigurðsson og Eyjólfur Jónsson, ásamt 35 öðrum kröftugum einstaklingum stofnuðu Knattspyrnufélagið Þrótt. Slík tímamót minna okkur á hvernig félagið hefur verið ómissandi hluti af samfélaginu okkar frá stofnun. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til hins mikla og göfuga sjálfboðaliðastarfs Þróttar voru einhliða hótanir um upptöku samningsbundins svæðis félagsins, Þríhyrnings,“ segir þar meðal annars.

Málið sem um ræðir var til umfjöllunar á síðasta ári og snýr að unglingaskóla sem Reykjavíkurborg hyggst byggja í Laugardal. Eitt af þremur svæðum sem kemur til greina að byggja slíkan skóla á tilheyrir Þrótti, en félagið er þar ekki haft með í ráðum að eigin sögn.

„Koma þessar yfirlýsingar í kjölsogi af áratuga aðstöðuleysi félagsins og algjörlega í berhöggi við þá framtíðarsýn borgarinnar að Þróttur eigi að þjónusta Voga- og Höfðabyggðina og þar með tvöfalda þjónustusvæði félagsins að stærð og fjölda iðkenda… Þróttur sem samfélag þarf að gera skýra kröfu til stjórnmálamanna borgarinnar um að borgin mun hætta þessum árásum á félagið og leyfa því að vaxa og dafna líkt og það hefur nú gert á síðustu 75 árum,“ skrifar Bjarnólfur.

Síðastliðið vor, í kjölfar frétta um fyrirhugaða uppbyggingu á unglingaskóla í Laugardal, bað Þróttur laganefnd féalgsins um að fara yfir samkomulag við borgina er snýr að svæðinu og fékk það staðfest að það væri á vegum Þróttar.

„Niðurstaða laganefndar er skýr, að tillaga að staðsetningu unglingaskóla milli gervigrasvallar og skautahallarinnar byggir á þeirri röngu forsendu að umrætt svæði, þ.e. Þríhyrningurinn, sé við hlið íþróttasvæðis Þróttar en ekki á íþróttasvæði félagsins. Með samningi Þróttar og Reykjavíkurborgar frá 12. desember 1996, um flutning félagsins úr Sæviðarsundi yfir í Laugardal, lét Reykjavíkurborg Þrótti í té afnota af tilgreindum svæðum, þar á meðal svæðinu milli gervigrasvallar og Skautahallar, þ.e. Þríhyrningi. Samkvæmt samningnum skal Þróttur hafa afnot af þeim svæðum sem um ræðir svo lengi sem félagið starfar í Laugardal. Ekkert í samningi aðila heimilar Reykjavíkurborg einhliða að taka til sín svæði sem látin voru Þrótti í té.“

Bjarnólfur ítrekar enn fremur að umrætt svæði sé mikilvægt fyrir starfsemi Þróttar. Stórir viðburðir á borð vði knattspyrnumótið ReyCup fara þar fram árlega. „Þróttur mun því ekki að óbreyttu gefa íþróttasvæði sitt eftir undir skólalóð.“

Áramótaávarpið í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss