fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi – Mennirnir starfa hjá Matfugli – Sjónarvottur sá brotaþola illa særðan úti á götu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 19:06

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hnífstunguárásin á Kjalarnesi á gamlárskvöld átti sér stað í einbýlishúsi að Tindum, lítilli byggð í landi Móa á Kjalarnesi. Ranglega hefur verið greint frá því í einhverjum fjölmiðlum að atvikið hafi átt sér stað á gistiheimili á svæðinu.

Mennirnir sem í hlut áttu eru flestir Pólverjar og eru á fimmtugsaldri. Bjuggu þeir saman í einbýlishúsi að Tindum. Mennirnir starfa við kjúklingabú Matfugls. Það er mál íbúa á svæðinu að þarna hafi samkvæmi farið illilega úr böndunum. Aðkomumenn voru í samkvæminu auk heimilismanna. Einn nágranni sá hinn særða koma út úr húsinu illa til reika og var hann með minnst tvö stungusár. Annar íbúi í hverfinu tilkynnti árásina til lögreglu.

Einn íbúi á Tindum segir í samtali við DV að mennirnir væru vel liðnir, sem og aðrir erlendir starfsmenn Matfugls undanfarin ár. Sumir hafi búið í hverfinu í yfir tvo áratugi og ekkert nema gott af þeim að segja allan þann tíma. En þarna hafi augljóslega komið til harkalegra deilna á gamlárskvöld og soðið upp úr með þessum alvarlegu afleiðingum.

Eins og kom fram í tilkynningu frá lögreglu hefur grunaður árásarmaður verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin var lífshættuleg en gerð var aðgerð á brotaþola á Landspítalanum í morgun. Hann er núna úr lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“

Sara var endurlífguð á bensínstöðvarplani – „Til stóð að skrá niður dánarstund en til allrar lukku var ákveðið að reyna aðeins lengur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu

Segir orð Jens Garðars um ermi eftir gott kökupartý ekkert grín og lýsa vanþekkingu
Fréttir
Í gær

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups

Hlaut marga yfirborðsáverka á höfði eftir líkamsárás á bílastæði Hagkaups
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“

„Hvenær hættir fólk að setja þetta illgjarna hrekkjusvín á einhvern verðlaunapall?“