fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Óhugnaður í Vogum – Fjölskylduhundi byrlað rottueitur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2024 10:00

Hundurinn Astro. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu dó blíður og mannelskur fjölskylduhundur í Vogum, Astro. Hann var átta ára gamall. Banamein Astros var eitrun en honum hafði verið byrlað rottueitur.

„Já, það kom skýrt fram í blóðinu, rauðu blóðkornin fóru niður og hvítu upp. Dýralæknirinn útskýrði fyrir mér að þetta er rottueitur,“ segir Sandra Rozycka, eigandi Astros.

Astro var labrador, blandaður við border-collie. Hann var elskaður fjölskylduhundur og segist Sandra ekki vita til þess að neinum hafi verið í nöp við hann. En einhver hefur samt eitrað fyrir honum. Hefur Sandra einhvern grunaðan?

„Það var nágrannakona alltaf að gefa honum súkkulaðirúsínur. Ég sagði við hana að hann mætti ekki fá rúsínur og súkkulaði og hún hætti því um tíma eftir það.“ – Sandra segist ekki vera að ásaka nágrannakonuna um þetta en hún kemur helst upp í hugann þegar leitað er að afskiptum ókunnugra af hundinum.

Sandra bendir jafnframt á að fjölmargir heimiliskettir hafi horfið í Vogum undanfarinn mánuð, óvenjumargir. „Svo hafði kona samband við mig og sagði mér frá því að hún hafi átt kettling sem fékk allt í einu hjartaáfall í höndunum á henni. Okkur grunar að hann hafi líka orðið fyrir eitrun.“

Rottueitur er stórhættulegt hundum og köttum og getur dregið dýrin til dauða. Það er grafalvarlegt athæfi að úða eitrinu á víðavangi eða húslóðum. Sandra bendir á að kettir gangi iðulega lausir og þeir geti dreift eitrinu með hárum.

Aðspurð segist hún hafa tilkynnt málið til lögreglu með tölvupósti en ekki lagt fram formlega kæru. „Ég hef engar sannanir um hver var að verki svo ég veit ekki hvort lögreglan vill rannsaka þetta.“

Hún er þó með gögn í höndum um hvað dró hennar hund til dauða og stefnir á að hringja í lögregluna í dag. Hún hvetur jafnframt gæludýraeigendur í Vogum til að vera á varðbergi. Hér er hugsanlega einhver að verki sem ber illan hug til dýranna, svo einkennilegt sem það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi