fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 21:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreskir hermenn sem sendir voru á vígsstöðvarnar í Úkraínu til að liðsinna Rússum hafa verið stráfelldir samkvæmt úkraínskum yfirvöldum. Hermennirnir eru sagðir hafa verið sendir fram í vonlausar árásir og hvorki Rússar né Norður-Kóreumenn skeyti um örlög þeirra.

Alls voru um 10 þúsund hermenn sendir á vígstöðvarnar frá Norður-Kóreu en fullyrt er að um eitt þúsund þeirra, eða 10% heraflans, hafi fallið í síðustu viku þegar hershöfðingjar sendu þá út í opinn dauðann.

Fyrr í vikunni sagði Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, að um 3 þúsund norður-kóreskir hermenn hefðu þegar fallið í valinn. Þeir væru sendir illa búnir í vonlausar árásir og skorti bæði vistir og vopn. Greinilegt væri að árásirnar væru skipulagðar þannig að nær ómögulegt væri að handtaka hermennina í stað þess að fella þá.

Sendi Zelensky ákall til Kínverja um að stöðva Norður-Kóreumenn í að senda fleiri hermenn á vígstöðvarnar eins og ýjað hefur verið að.

„Ef Kínverjum er alvara með að átökin breiðist ekki út þá verða þeir að beita Pyongyang þrýstingi,“ sagði Zelensky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út