fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Norður-Kóreumenn stráfelldir í Úkraínustríðinu – Enginn skeytir um örlög þeirra

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 21:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-kóreskir hermenn sem sendir voru á vígsstöðvarnar í Úkraínu til að liðsinna Rússum hafa verið stráfelldir samkvæmt úkraínskum yfirvöldum. Hermennirnir eru sagðir hafa verið sendir fram í vonlausar árásir og hvorki Rússar né Norður-Kóreumenn skeyti um örlög þeirra.

Alls voru um 10 þúsund hermenn sendir á vígstöðvarnar frá Norður-Kóreu en fullyrt er að um eitt þúsund þeirra, eða 10% heraflans, hafi fallið í síðustu viku þegar hershöfðingjar sendu þá út í opinn dauðann.

Fyrr í vikunni sagði Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, að um 3 þúsund norður-kóreskir hermenn hefðu þegar fallið í valinn. Þeir væru sendir illa búnir í vonlausar árásir og skorti bæði vistir og vopn. Greinilegt væri að árásirnar væru skipulagðar þannig að nær ómögulegt væri að handtaka hermennina í stað þess að fella þá.

Sendi Zelensky ákall til Kínverja um að stöðva Norður-Kóreumenn í að senda fleiri hermenn á vígstöðvarnar eins og ýjað hefur verið að.

„Ef Kínverjum er alvara með að átökin breiðist ekki út þá verða þeir að beita Pyongyang þrýstingi,“ sagði Zelensky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Í gær

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Í gær

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka