fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Umdeild heilsíða í Morgunblaðinu upphafið að endinum? – „Þá átti hann engan séns“

433
Laugardaginn 28. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið var gert upp í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var rætt um KR í þættinum, en liðið olli miklum vonbrigðum í Bestu deild karla í sumar þrátt fyrir að hafa aðeins rétt úr kútnum í restina. Lokaniðurstaðan var 8. sæti, 2. sætið í neðri hlutanum, og var liðið í fallbaráttu lengi vel.

video
play-sharp-fill

„Gríðarleg vonbrigði, þó þeir hafi endað tímabilið vel. Enda er búið að umturna öllu í Vesturbænum. Menn eru að koma inn með hundruðir milljóna í nýja leikmenn, þeir eru komnir með þjálfarann sem þeir voru að bíða eftir lengi. Svo mætir hann og þá kemur gervigras. Ég hef sjaldan verið jafnspenntur fyrir neinu og KR næsta tímabil,“ sagði Ríkharð í þættinum, en Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við á síðasta tímabili og bantaði gengið töluvert undir hans stjórn.

Gregg Ryder hóf tímabilið með liðið var það í frjálsu falli þar til hann var loks látinn fara. Hann vann þó fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni og rifjar Ríkharð upp þegar stuðningsmenn KR keyptu heilsíðu í Morgunblaðinu í kjölfarið. Voru aðrir stuðningsmenn Vesturbæjarliðsins þar hvattir til að mæta á leiki karlaliðsins.

„Hann byrjar á tveimur sigrum og svo ákveða stuðningsmenn að setja einhverja heilsíðu í Moggann um að KR væri eina stórveldið. Svo um leið og það fór að halla undan fæti þá átti hann engan séns,“ sagði Ríkharð.

Auglýsinguna sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram
Hide picture