fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Haukur ráðinn framkvæmdarstjóri Víkings

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Haukur sem er 34 ára hefur starfað sem yfirlögfræðingur KSÍ undanfarin 9 ár. Haukur tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 14 ár. 

 Haukur hefur sem yfirlögfræðingur KSÍ starfað við góðan orðstír að mörgum mikilvægum verkefnum sem snúa m.a. að leyfismálum, aga- og kærumálum, lögum og reglugerðum, leikmannasamningum og umboðsmönnum leikmanna, svo eitthvað sé nefnt.

 Haukur útskrifaðist með BA gráðu og Meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík en hann stundaði einnig nám við Université de Cergy Pontoise í París. Hann lauk einnig LL.M. námi í alþjóðlegri samninga- og gerðardómsrétti frá University of Fribourg, Sviss. Hann stundar nú nám í viðskiptafræði MM í stjórnun við Háskólann á Akureyri.

„Við erum gríðarlega ánægð með þessa ráðningu og bjóðum Hauk hjartanlega velkominn til Víkings. Haukur var valinn úr hópi margra mjög hæfra einstaklinga sem sóttu um stöðuna í mjög faglegu ferli sem félagið fór í við val á framkvæmdarstjóra. Haukur þekkir vel til íþróttalífs hér á landi eftir farsælt starf hjá KSÍ auk þess sem mikil reynsla hans af þeim vettvangi mun nýtast félaginu afar vel í sínum næstu skrefum og framtíðarsýn. Knattspyrnufélagið Víkingur hugsar hátt og hefur metnaðarfull markmið. Það er mjög spennandi vegferð og tímar framundan hjá félaginu okkar,“ segir Björn Einarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo

Liverpool setur allt á fullt til að reyna að semja við þessa tvo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins

Slot kvartaði yfir leikstíl United en hafði eitthvað til síns mál – Svona er tölfræði tímabilsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“