Zinedine Zidane hefur engan áhuga á að starfa í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins opinn fyrir því að vinna á tveimur stöðum.
Frá þessu greinir spænski miðillinn Marca en Zidane er 52 ára gamall og hefur gert það gott sem þjálfari.
Zidane hefur tvívegis þjálfað lið Real Madrid frá 2016-2018 og svo 2019-2021 og hefur verið án starfs síðan þá.
Frakkinn er reglulega orðaður við England sem og sitt fyrrum félagslið Juventus sem kemur ekki til greina.
Marca segir að Zidane sé opinn fyrir endurkomu í fullu starfi hjá Real og er þá einnig til í að taka við franska landsliðinu.
Zidane er einn besti miðjumaður sögunnar og spilaði 108 landsleiki fyrir þjóð sína á 12 árum.