fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Segja hleðslubankahryðjuverki hafa verið afstýrt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 04:38

Hleðslubankar geta greinilega verið hættulegir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska leyniþjónustan FSB segist hafa komið í veg fyrir fjölda morðtilræða  sem áttu að beinast að háttsettum Rússum.

Fyrr á árinu létust fjölmargir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Hizbollah þegar símboðar þeirra og talstöðvar sprungu skyndilega. Ísraelska leyniþjónustan hafði komið sprengiefni fyrir í tækjunum og sprengdi þau síðan með fyrrgreindum afleiðingum.

Þessi aðferð vakti mikla athygli víða um heim og ef miða má við það sem talsmenn FSB segja þá virðast Úkraínumenn hafa ætlað að herma eftir henni. Að minnsta kosti segir FSB að tekist hafi að koma í veg fyrir banatilræði við fjölda háttsettra starfsmanna varnarmálaráðuneytisins og fjölskyldur þeirra.

Segir FSB að sprengjur hafi verið dulbúnar sem hleðslubankar og sem skjalamappa og verið sagt vera jólagjafir. Ríkisfréttastofan TASS skýrir frá þessu.

FSB sakar Úkraínumenn um að hafa staðið á bak við þessa misheppnuðu aðgerð og segir að um tilraun til hryðjuverks hafi verið að ræða.

Fjórir rússneskir ríkisborgarar eru í haldi vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Í gær

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“

Varar við vopnakaupum Íslendinga fyrir Úkraínu – „Verðum við öruggari í kjölfarið?“
Fréttir
Í gær

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi

Unglingar ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akranesi
Fréttir
Í gær

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“

„Tugþúsund­ir Reyk­vík­inga hafa hrak­ist út á afar dýr­an leigu­markað“