Arsenal gæti horft til Frakklands í leit að hjálp í janúarglugganum en frá þessu greinir enska blaðið Standard.
Arsenal verður án bæði Bukayo Saka og Raheem Sterling í næstu leikjum en báðir leikmenn eru að glíma við meiðsli.
Saka hefur verið einn allra besti leikmaður Arsenal í vetur en hann mun ekki snúa aftur fyrr en í febrúar.
Samkvæmt Standard er Arsenal að skoða það að fá inn Randal Kolo Muani frá Paris Saint-Germain þar sme hann er ósáttur.
Kolo Muani getur spilað sem framherji og vængmaður en hann hefur aðeins spilað 453 mínútur á tímabilinu.
Þessi 26 ára gamli leikmaður vill komast á nýjan stað í janúar og er Arsenal alls ekki ólíklegur áfangastaður.