fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Víkingur kaupir Stíg frá Ítalíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. desember 2024 13:43

Stígur Diljan er í hópnum. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hefur fest kaup á hinum 18 ára gamla Stíg Diljan Þórðarsyni.

Stígur kemur frá Triestina á Ítalíu, en þangað fór hann frá Víkingi 2022. Á hann að baki fjóra leiki fyrir meistaraflokk Víkings.

„Stígur er hávaxinn, stór og mikill. Gríðarlega kröftugur strákur sem er fastur fyrir. Ef ég má sletta aðeins þá væri orðið „powerhouse“ það sem mér finnst lýsa honum best. Stígur er að taka rétta skrefið á sínum knattspyrnuferli og við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum,“ segir Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, um koma leikmannsins.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings og ítalska liðið Triestina hafa komist að samkomulagi um kaup Víkings á Stíg Diljan Þórðarsyni (2006). Stígur á 4 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og hans fyrsti leikur var gegn Keflavík árið 2022 þegar hann kom inn á fyrir Viktor Örlyg Andrason í 4-1 sigri gegn Keflavík í Bestu deildinni. Stígur var keyptur til Benfica í Portúgal árið 2022, þá aðeins 16 ára gamall og sumarið 2024 færði hann sig til Triestina á Ítalíu.

Stígur á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 5 mörk. Árið 2024 var hann valinn í U-19 landslið Íslands og spilaði þar 6 leiki og skoraði í þeim 1 mark.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Víking orðið:

„Stígur er hávaxinn, stór og mikill. Gríðarlega kröftugur strákur sem er fastur fyrir. Ef ég má sletta aðeins þá væri orðið „powerhouse“ það sem mér finnst lýsa honum best. Stígur er að taka rétta skrefið á sínum knattspyrnuferli og við væntum mikils af honum hér í Víkinni á næstu árum.“

Knattspyrnudeild Víkings býður Stíg Diljan hjartanlega velkominn aftur í Hamingjuna!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift