fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Mourinho um eigin leikmenn: ,,Þetta var stórslys“

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. desember 2024 21:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, baunaði á eigin leikmenn í gær eftir leik sinna manna gegn Eyupspor í Tyrklandi.

Fenerbahce gerði 1-1 jafntefli við Eyupsor í frekar leiðinlegum knattspyrnuleik en leikið var á heimavelli þess síðarnefnda.

Fenerbahce missteig sig þarna í titilbaráttunni en liðið er fimm stigum á eftir Galatasaray sem á enn leik til góða.

,,Þetta var stórslys. Hversu mikið af fótbolta var spilað, hversu oft var leikurinn stöðvaður og hversu oft voru leikmennirnir í grasinu? Margoft,“ sagði Mourinho.

,,Gæðin í þessum leik voru virkilega léleg. Það voru mörg tæknileg mistök gerð, að mínu mati var þetta ekki vel spiluð viðureign.“

,,Ég tek ekki ábyrgð á gæðum þessa leiks en tek ábyrgð á mínu liði. Mitt lið spilaði illa. Það var erfitt að halda í boltann og koma honum fram völlinn.“

,,Þeir fengu tækifæri á að skora úr skyndisóknum því við töpuðum boltanum. Þetta var veikburða frammistaða frá mínu liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning