fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“

433
Laugardaginn 21. desember 2024 15:30

Lauryn er hér til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford, leikmaður Everton á Englandi, er umræðuefni í enskum blöðum í dag en hann er einnig markvörður enska landsliðsins.

Pickford er giftur konu að nafni Megan Davison en þau eiga saman tvö börn og hafa verið í sambandi í nokkuð langan tíma.

Enskir miðlar greina nú frá því að Pickford hafi sést með hinni umdeildu Lauryn Goodman sem á tvö börn með bakverðinum Kyle Walker.

Walker og Pickford þekkjast vel en þeir hafa lengi verið samherjar í enska landsliðinu og spilað á stórmótum fyrir sína þjóð.

Goodman er ein sú umdeildasta á Englandi en hún eignaðist tvö börn með Walker á meðan hann var í sambandi með konu að nafni Annie Kilner – þau voru gift en eru nú að skilja.

Samkvæmt þessum fregnum sást Pickford á djamminu í London á sunnudag ásamt Goodman en hann fór út á lífið ásamt vinum sínum í enska stórliðinu.

The Sun fjallar ítarlega um málið og ræddi við vitni sem hafði þetta að segja: ‘Ég er ekki viss um að eiginkona Jordan, Megan, sé mjög ánægð með að heyra af því að hann sé að skemmta sér með Lauryn miðað við hennar sögu með Kyle Walker.’

Tekið er fram að það bendi ekkert til þess að Pickford hafi haldið framhjá eiginkonu sinni og er það mögulega tilviljun að Goodman hafi verið á sama skemmtistað á sunnudagskvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár