fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Á erfitt með að vera pirraður út í stjórann – Skilur sjálfur að hann sé með engar mínútur

Victor Pálsson
Laugardaginn 21. desember 2024 10:00

Leikmenn Juve fagna Wojciech Szczesny. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wojciech Szczesny hefur tjáð sig um tíma sinn hjá Barcelona þar sem hann fær ekkert að spila í dag.

Barcelona ákvað að kalla í Szczesny fyrr á árinu eftir meiðsli Marc Andre ter Stegen sem sleit krossband.

Szczesny hefur hins vegar enn ekki spilað leik fyrir Barcelona þar sem Inaki Pena er í marki liðsins.

Pólverjinn hætti við að hætta til að semja við Barcelona á frjálsri sölu en hann var áður á mála hjá Juventus og Arsenal.

,,Hvenær fæ ég að spila minn fyrsta leik? Ég veit það ekki. Ég hef sagt það alveg frá byrjun að ég þarf að komast í stand fyrst og það er það mikilvægasta,“ sagði Szczesny.

,,Nú tel ég mig vera tilbúinn í að spila bæði andlega og líkamlega en ég skil hvað er í gangi þessa stundina.“

,,Ef ég væri þjálfarinn þá hefði ég spilað mér alveg jafn oft hingað til. Það er erfitt að vera pirraður því ég er 100 prósent sammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“

Ummæli Palmer vekja athygli: ,,Þetta er klikkað er það ekki?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool

Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
433Sport
Í gær

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar

Hugrakkur ef hann semur við Manchester United í sumar
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri

Lengjudeildin: Gabríel með þrennu í frábærum sigri á Akureyri