fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Allt vitlaust eftir að þessi mynd birtist af Rooney – „Algjör svikari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. desember 2024 10:00

Wayne og Coleen Rooney á jólamarkaðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, Manchester United goðsögn og stjóri Plymouth, er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum B-deildarliðsins.

Plymouth hefur gengið bölvanlega undanfarið, tapað fjórum leikjum í röð og er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar mótið er að verða hálfnað. Talið er sæti Rooney sé mjög heitt.

Rooney er þó ekki bara óvinsæll vegna gengisins heldur varð allt vitlaust eftir að eiginkona hans, Coleen, birti mynd af þeim saman á jólamarkaði í Manchester.

Birtist myndin sama dag og viðburður á vegum Plymouth fyrir börn var haldinn. Þar héldu aðdáendur að þeir myndu hitta fyrir Rooney og borguðu 40 pund fyrir. Samkvæmt einhverjum stuðningsmönnum var hins vegar tilkynnt kvöldið áður að stjórinn myndi ekki mæta. Þann dag sem viðburðurinn var haldinn birtist svo myndin af honum og Coleen á jólamarkaðnum.

„Svo er hann bara með fjölskyldunni á jólamarkaði. Algjör svikari,“ skrifaði einn stuðningsmaður Plymouth.

Aðrir virtust pirraðir á því að Rooney færi á jólamarkað yfirhöfuð á meðan gengi liðsins er svo slappt.

„Hann ætti að vera á æfingasvæðinu eins mikið og mögulegt er.“

Enskir miðlar hafa þó greint frá því nú að það hafi aldrei staðið til að Rooney mætti á umræddan viðburð á vegum Plymouth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs
433Sport
Í gær

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“

Stefán segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við sannleikann – „Er alltaf að bíða eftir að fullorðna fólkið í herberginu komi og segi að þetta sé tóm vitleysa“
433Sport
Í gær

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“

Stefán fékk óbragð í munninn – „Það sem mér finnst mesta lágkúran í þessu“
433Sport
Í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær
433Sport
Í gær

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“