fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:56

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fór í viðtal við Dr. Football í dag og ræddi þar meðal annars endalok sín sem þjálfari Breiðabliks í fyrra.

Óskar yfirgaf Blika í október í fyrra, en þá var liðið á fullu í riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Hann tók svo við Haugesund í Noregi, þar sem hann stoppaði stutt og tók svo við KR í sumar.

Óskar vildi hins vegar fá að klára Sambandsdeildina með Blikum, sem hann fékk ekki. Lítur hann því á það sem svo að hann hafi verið rekinn úr Kópavoginum.

„Ég hitti þá og átti eitt ár eftir af samningnum mínum, sem var af einhverjum ástæðum óuppsegjanlegur. Ég bað um að fá að hætta eftir tímabilið. Þeir tóku sér einhverja viku í að pæla í því hvernig þeir vildu standa að því og komust að þessari niðurstöðu,“ sagði Óskar í Dr. Football.

„Þá er ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum. Þeir sögðu mér upp áður en ég gat klárað það sem ég vildi klára. Ef maður hættir ekki á eigin forsendum þá þýðir það yfirleitt að maður sé rekinn.“

Óskar náði heilt yfir fantagóðum árangri með Breiðablik. Hann gerði liðið að Íslandsmeistara 2022 og kom því í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United

Amorim tjáir sig um gagnrýni goðsagna United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli

Fyrrum leikmaður úrvalsdeildarliðs sakfelldur fyrir hrottalegar nauðganir – Það sem dómari sagði við hann í réttarsal vekur athygli
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu