fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Óskar opnar sig um endalokin í Kópavoginum – „Ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:56

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fór í viðtal við Dr. Football í dag og ræddi þar meðal annars endalok sín sem þjálfari Breiðabliks í fyrra.

Óskar yfirgaf Blika í október í fyrra, en þá var liðið á fullu í riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Hann tók svo við Haugesund í Noregi, þar sem hann stoppaði stutt og tók svo við KR í sumar.

Óskar vildi hins vegar fá að klára Sambandsdeildina með Blikum, sem hann fékk ekki. Lítur hann því á það sem svo að hann hafi verið rekinn úr Kópavoginum.

„Ég hitti þá og átti eitt ár eftir af samningnum mínum, sem var af einhverjum ástæðum óuppsegjanlegur. Ég bað um að fá að hætta eftir tímabilið. Þeir tóku sér einhverja viku í að pæla í því hvernig þeir vildu standa að því og komust að þessari niðurstöðu,“ sagði Óskar í Dr. Football.

„Þá er ekki hægt að líta á það öðruvísi en að ég hafi verið rekinn, þetta var ekki skets í Fóstbræðrum. Þeir sögðu mér upp áður en ég gat klárað það sem ég vildi klára. Ef maður hættir ekki á eigin forsendum þá þýðir það yfirleitt að maður sé rekinn.“

Óskar náði heilt yfir fantagóðum árangri með Breiðablik. Hann gerði liðið að Íslandsmeistara 2022 og kom því í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar ári síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Í gær

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu