fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Söluaðilar í Kolaportinu geta andað léttar í bili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:30

Frá Kolaportinu. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur götumarkaðar í Kolaportinu en leigusamningur borgarinnar við ríkið, varðandi húsnæðið að Tryggvagötu 19, rennur út um áramótin. Húsið er í eigu ríkisins en borgin hefur leigt það. Borgin hefur síðan leigt húsnæðið út til rekstraraðila götumarkaðarins. Það félag skuldar borginni um 200 milljónir króna í vangoldna leigu fyrir söluplássin. Rekstraraðilinn, Kolaportið ehf, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta og er skiptastjóri Lögmannastofan LOGOS.

Til lengri tíma er framtíð Kolaportsins í óvissu en núna liggur fyrir að starfsemi í húsinu verður með óbreyttu sniði út janúar 2025. Þetta kemur fram í svari Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptafulltrúa borgarinnar, við fyrirspurn DV um framtíð Kolaportsins. Eva segir í skriflegu svari sínu:

„Framkvæmdasýslan og Reykjavíkurborg eru sammála um að framlengja leigusamning um húsnæði Kolaportsins um einn mánuð eða til loka janúar. Starfsemi getur þannig haldið áfram með óbreyttu sniði í Kolaportinu út janúar en eftir það verður breytt fyrirkomulag á rekstri hússins.“

Sjá einnig: Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ingólfur Bjarni hættir sem ritstjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni hættir sem ritstjóri Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi