fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Söluaðilar í Kolaportinu geta andað léttar í bili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2024 17:30

Frá Kolaportinu. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur götumarkaðar í Kolaportinu en leigusamningur borgarinnar við ríkið, varðandi húsnæðið að Tryggvagötu 19, rennur út um áramótin. Húsið er í eigu ríkisins en borgin hefur leigt það. Borgin hefur síðan leigt húsnæðið út til rekstraraðila götumarkaðarins. Það félag skuldar borginni um 200 milljónir króna í vangoldna leigu fyrir söluplássin. Rekstraraðilinn, Kolaportið ehf, hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta og er skiptastjóri Lögmannastofan LOGOS.

Til lengri tíma er framtíð Kolaportsins í óvissu en núna liggur fyrir að starfsemi í húsinu verður með óbreyttu sniði út janúar 2025. Þetta kemur fram í svari Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, samskiptafulltrúa borgarinnar, við fyrirspurn DV um framtíð Kolaportsins. Eva segir í skriflegu svari sínu:

„Framkvæmdasýslan og Reykjavíkurborg eru sammála um að framlengja leigusamning um húsnæði Kolaportsins um einn mánuð eða til loka janúar. Starfsemi getur þannig haldið áfram með óbreyttu sniði í Kolaportinu út janúar en eftir það verður breytt fyrirkomulag á rekstri hússins.“

Sjá einnig: Mikil óvissa um framtíð Kolaportsins – Rekstraraðilinn í gjaldþrot

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast