fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu – Földu sprengjuna í rafhlaupahjóli

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa viðurkennt að hafa staðið á bak við morðið á Igor Kirillov, yfirmanni kjarna- og geislavopnadeildar rússneska hersins. Igor var sprengur í loft upp fyrir utan heimili sitt í Moskvu í morgun.

Um er að ræða talsvert áfall fyrir Vladimír Pútín Rússlandsforseta en Igor var náinn forsetanum, að því fram kemur í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Sprengjunni var komið fyrir í rafhlaupahjóli og létust bæði Igor og aðstoðarmaður hans í sprengingunni.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að SBU, öryggisþjónusta Úkraínu, hafi lýst ábyrgð á sprengingunni.

Í gær var greint frá því að Úkraínumenn hefðu sakað Rússa um að nota efnavopn sem eru á bannlista í stríðinu gegn Úkraínu og var ábyrgðinni varpað á fyrrnefndan Kirillov. Rússar hafa neitað að hafa notað slík vopn í stríðinu.

Myndir sem birst hafa á Telegram sýna afleiðingar sprengingarinnar í morgun. Á þeim sést greinilega að sprengingin var öflug og sjást tvö lík liggja í snjónum fyrir utan mikið skemmda bygginguna. Þá sést hluti rafhlaupahjóls sem sprengjan var falin í.

Úkraínumenn segjast vissir í sinni sök um að Rússar hafi notað svokallaðar K-1 sprengjur í stríðinu sem innihéldu efni á borð við CS og CN sem eru á bannlista alþjóðasamnings um bann við þróun, framleiðslu og notkun efnavopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast