fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Hrannargötu – Ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2024 15:30

Frá Hrannargötu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, þriðjudaginn 17. desember, verður þingfest við Héraðsdóm Reykjanes mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn 37 ára gömlum manni úr Reykjanesbæ fyrir brot gegn valdstjórninni.

Ákært er vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar á þessu ári, utandyra við Hrannargötu 3 í Reykjanesbæ. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið með krepptum hnefa í vinstri síðu og vinstra gagnauga lögreglumanns sem var við skyldustörf, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut sýnilega áverka yfir vinstra gagnauga.

Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér