fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2024 21:30

Shaurn Thomas fagnar frelsi sínu og háum skaðabætum árið 2017

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 24 ár sat Shaurn Thomas í fangelsi fyrir morð sem hann framdi ekki. Árið 1992 hlaut Thomas, sem þá var 18 ára gamall, lífstíðarfangelsis dóm fyrir vopnað rán og morð á ónefndum verslunarmanni tveimur árum fyrr. Thomas mátti gera sér það að góðu að sitja áratugum saman í fangelsi en að endingu var mál hans tekið fyrir hjá samtökunum The Innocent Program. Að endingu var málið tekið fyrir að nýju og árið 2017 var dómnum snúið við og Thomas fékk frelsi. Hann fékk að auki um 4,1 milljón bandaríkjadala í bætur eða um 570 milljónir króna.

En sú ótrúlega vending hefur orðið að Thomas hefur nú játað að hafa myrt mann í fyrra vegna 1.200 dollara, um 170 þúsund króna,  fíkniefnaskuldar. Thomas hefur játað að hafa skotið hinn 38 ára gamla Akeem Edwards til bana í áðurnefndu uppgjöri. Mun hann nú að öllum líkindum fá annan lífstíðardóm og snúa aftur á kunnuglegar slóðir á bak við lás og slá. Dómurinn verður kveðinn upp í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér