fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Victor Pálsson
Laugardaginn 14. desember 2024 21:22

Duvan Zapata og Merih Demiral. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var erfiðara að spila á móti Duvan Zapata árið 2019 en stórstjörnum á borð við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Þetta segir varnarmaðurinn William Troost-Ekong sem hefur spilað gegn mörgum af stærstu nöfnum fótboltans undanfarin ár.

Troost-Ekong gerði garðinn frægan með liðum eins og Udinese og Watford og á þá að baki 76 landsleiki fyrir Nígeríu.

Zapata var frábær framherji upp á sitt besta og horfir Troost-Ekong á hann sem sinn erfiðasta mótherja frekar en Ronaldo og Messi sem voru á þessum tíma að gera mjög góða hluti í Evrópu.

,,Það var einn framherji hjá Atalanta sem heitir Duvan Zabata. Kólumbískur framherji og árið 2019 þá komst ég ekki nálægt honum,“ sagði Troost-Ekong.

,,Hann var alltof sterkur, alltof hraður, alltof meðvitaður og var frábær í að klára sín færi. Hann var mín martröð, minn óvinur.“

,,Ég verð að nefna hann en það eru líka aðrir góðir sóknarmenn sem er hægt að telja upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift