fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. desember 2024 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Ingólf Kjartansson í átta ára fangelsi fyrir ýmis afbrot innan veggja fangelsisins að Litla Hrauni.

Þyngst vegur brot sem framið var fimmtudaginn 23. nóvember árið 2023 er Ingólfur stakk mann ítrekað í efri hluta líkamans með oddhvössu sporjárni með 8,5 cm málmenda. Brotaþoli hlaut átta stungusár og gat á lunga með samfalli, en lifði árásina af.

Fyrir þessa árás var Ingólfur ákærður fyrir tilraun til manndráps. Dómari taldi hins vegar ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi haft ásetning um að svipta brotaþola lífi.

Ingólfur var einnig sakfeldur fyrir fimm önur brot í fangelsinu sem framin voru árið 2022, meðal annars fyrir að hafa slegið annan fanga hnefahöggi utandyra við fangelsið, en brotaþoli hlaut heilahristing með skammvinnu meðvitundarleysi, mar og bólgu við hægra kinnbein, skurð á utanverðri vör og skurð á innanverðri vör.

Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa ráðist á lögreglumann innandyra í fangelsinu og sparkað í hné hans.

Ennfremur var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á fangavörð innandyra í fangelsinu og slegið hann hnefahöggi í andlitið.

Hann var einnig fundinn sekur um að hafa hrækt á fangavörð og hótað fangavörðum og fjölskyldum þeirra lífláti og líkamsmeiðingum.

Sem fyrr segir var Ingólfur dæmdur í 8 ára fangelsi. Hann var dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á tæpar sex milljónir króna. Einnig var hann dæmdur til að greiða miskabætur fyrir vel á þriðju milljón króna.

Dóminn má lesa hér.

Skotárás og rapptónlist

Ingólfur er fæddur árið 2002 og er með töluverðan brotaferil. Hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás á mann í Ingólfsstræti aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar árið 2022, en málið vakti landsathygli og mikinn óhug.

Innan veggja fangelsisins hefur Ingólfur lagt stund á rapptónlist og ræddi hann lítillega um það í viðtali við DV vorið 2023. Sjá tengil hér að neðan.

Sjá einnig: Ingólfur situr af sér langan dóm fyrir skotárás en einbeitir sér nú að tónlist 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast